Elín Björg nýr formaður BSRBÁ þingi BSRB í gær, föstudag, var Elín Björg Jónsdóttir formaður FOSS og SAMFLOTS kosin formaður BSRB með 52,38% atkvæða. Árni Stefán Jónsson SFR fékk 32,5% og Arna Jakobína Björnsdóttir Kili 15%.

Árni Stefán var svo kosinn 1. varaformaður og Garðar Hilmarsson St. Rvk. 2. varaformaður, Þuríður Einarsdóttir PÍ gjaldkeri og Kristín Guðmundsdóttir SLFÍ ritari. Þau mynda framkvæmdanefnd BSRB.

Samflotsfélagar óska Elínu Björgu innilega til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi og þakka henni frábært starf í 20 ár.

Sjá nánar á BSRB.is  http://www.bsrb.is/