Einföldun og hagræðing er varða farmiðakaup með ferjunni Baldri.

Eftir vandlega skoðun hefur framkvæmdastjórn Sæferða falið okkur að útfæra endurbætt afsláttarkerfi fyrir einstaklinga sem ferðast með ferjunni. Kerfið miðar að því að gera föstum viðskiptavinum auðveldara að framkvæma farmiðakaup án þess að mismuna þeim almennt er varða möguleika til afsláttarfargjalda. Niðurstaðan er þessi.:

Fastir viðskiptavinur. Þeir viðskiptavinir sem hér um ræðir eru samkvæmt skilgreiningu útgerðarinnar íbúar með lögheimili norðan Breiðafjarðar og í Breiðafjarðareyjum. Þessir viðskiptavinir fá afslátt jafnóðum, þ.e. við greiðslu farmiða hverju sinni. (Eins og var áður en einingakortin voru tekin upp.) Afsláttur til fastra viðskiptavina verður 45%

Hefðbundin viðskipti. Allir einstaklingar sem kaupa sér far með ferjunni geta fengið afslætti gegn kaupum á fyrirframgreiddum afsláttakortum á því verði sem verskrá segir til um hverju sinni. Í hefðbundnum viðskiptum geta viðskiptavinir greitt stærri kort með greiðsludreifingu en fá aukaafslátt gegn staðgreiðslu. Hámarksafsláttur er 45% og gegn staðgreiðslu stærri afsláttarkorta fæst aukaafsláttur allt að 7.5%

Skilmálar fastra viðskipta.
1. Viðskiptavinurinn sé með lögheimili norðan Breiðafjarðar (á Vestfjörðum) eða í Breiðafjarðareyjum.
2. Viðskiptavinurinn er skráður inn í viðskiptaskrá hjá Sæferðum ehf. undir nafni og heimilisfangi og fær síðan sérstakt auðkennisnúmer (aðgangskvóta). Til grundvallar er lögð íbúaskrá svæðisins.
3. Við bókun getur því viðskiptavinurinn bókað fyrir aðra fjölskyldumeðlimi s.s. maka, börn og foreldra systkyni með því að gefa upp nafn , kennitölu og aðgangskvóta. (Jafnvel eingöngu aðgangskvóta þegar kerfið fer að slípast)
4. Sama gildir við kaup á óbókuðum farmiðum. Viðkomandi fær afslátt gegn uppgefnum aðgangskvóta og/eða nafni og kennitölu sé þess óskað við afgreiðslu.
5. Mjög rík áhersla er lögð á að aðilar á viðskiptaskrá misnoti ekki viðskiptavild sína með því að gefa öðrum en þeim sem tengast ofanlýstum fjölskylduböndum upp kennitölu sína og aðgangskvóta.
Við teljum að með þessu sé jafnræðis gætt er afslætti varðar, en hins vegar geti fyrirtækið sjálft ákvarðað með hvaða skilmálum fargjöld séu greidd. Það eru að vísu ekki allir sammála um að með þessu sé alls jafnræðis gætt en hægt er að benda á fjölmörg tilfelli sem lúta svipuðum lögmálum. Með þessu er verið að hverfa til fyrra fyrirkomulags eins og kostur þ.e að greiða fargjaldið hverju sinni og fá þá strax afsláttinn.

Starfsfólk Sæferða ehf.
Bókunarsími og upplýsingar 433 2254 og www.seatours.is