Breytt verklag á atvinnuleysisbótum

Vinnumálastofnun tilkynnir hér með breytt verklag vegna greiðslutímabils umsækjanda er koma frá gjaldþrota fyrirtækjum. Hingað til hafa atvinnuleysisbætur eingöngu verið greiddar frá þeim degi sem uppsagnarfrestur tekur gildi en frá og með deginum í dag verða atvinnuleysisbætur greiddar frá þeim degi sem umsækjandi skráir sig hjá Vinnumálastofnun.

Meðfylgjandi er ný útgáfa af yfirlýsingu sem umsækjandi verður að undirrita en með því framselur umsækjandi þann hluta kröfunnar sem hann kann að fá greiddar í atvinnuleysisbætur fyrir þann tíma sem hann á inni ógreidd laun og laun í uppsagnarfresti. Frá og með 25.11.2008 verður ekki tekið við eldri útgáfu yfirlýsingarinnar.

Þar sem breytingin tekur gildi frá og með deginum í dag verða ekki gerðar leiðréttingar á áður afgreiddum umsóknum en ef umsækjandi óskar eftir því að mál hans verði tekið upp aftur verður það gert.