Baráttudagur verkalýðsins er á morgun, 1. maí.

 Kröfuganga stéttarfélaganna fer frá skrifstofu Verkalýðsfélags Vestfirðinga í Pólgötu á Ísafirði kl. 14. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með lúðrasveit í fararbroddi. Í Edinborgarhúsinu mun Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmaður halda ræðu dagsins.

 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar spilar auk þess sem bræðurnir Maksymilian Haraldur, Nikodem Júlíus og Mikolaj Ólafur Frach flytja nokkur lög. Gunnhildur Elíasdóttir, formaður Brynju á Þingeyri, flytur pistil dagsins. Í Ísafjarðarbíói verða kvikmyndasýningar fyrir börn kl. 14 og 16. 

Á Suðureyri fer kröfugangan frá Brekkukoti kl. 14 og verður gengið að sundlauginni þar sem hátíðarhöldin hefjast með boðsundi barna. Kaffiveitingar verða í Félagsheimili Súgfirðinga þar sem ræða dagsins verður flutt og boðið upp á söng og hljóðfæraleik.