Atvinnuleysi 7,6% í október

Skráð atvinnuleysi í október 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns og eykst atvinnuleysi um 4,4% frá september. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 manns atvinnulausir að jafnaði.

Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá október til nóvember. Þróun síðustu vikna bendir til að svo verði einnig raunin í ár og er gert ráð fyrir að atvinnuleysi í nóvember verði á bilinu 7,6-8,1%.

Sjá nánar frétt  og skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í október 2009.