Atvinnulausir félagar FOS-Vest og líkamsrækt

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum skrifaðu undir rammasamning í dag við Ísafjarðarbæ og Stúdíó Dan á Ísafirði vegna líkamsræktar og sundstaða sem stendur þeim félögum til boða sem eru atvinnulausir. Samningarnir gilda út árið 2009, og stendur atvinnulausum félögum FOS-Vest þannig til boða að geta ræktað líkama og sál þegar þrengir að. Félagið mun greiða 50% af kostnaði á móti samningsaðilum sem gefa 50% af kostnaði við kortin. Til að njóta þeirra kjara sem samningurinn kveður á um, skila atvinnuleitendur inn staðfestingu á atvinnuleysi til skrifstofu félagsins og fá gegn þeirri staðfestingu númerað kort/gjafabéf útgefið af Ísafjarðarbæ og Stúdíó Dan í einn mánuð í senn. Kort frá Ísafjarðarbæ veitir aðgang að sundlaugum og líkamsræktaraðstöðum sveitarfélagsins, og kort frá Stúdíó Dan veitir aðgang að líkamsrækt hjá Stúdíó Dan á Ísafirði.

 

Aðilar að samningunum eru Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Ísafjarðarbær, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Félag Járniðnaðarmanna á Ísafirði.