Átt þú eftir að sækja um í Styrktarsjóðinn ?

Við viljum minna félagsmenn okkar á að sækja tímanlega um þá styrki sem hægt er að fá úthlutað árlega. Algengustu styrkirnir sem hægt er að fá úthlutað árlega eru líkamsrækt, sjúkraþjálfun, krabbameinsleit og sálfræðikostnaður. Starfsmenn Styrktarsjóðsins vilja fá umsóknir inn eigi síðar en fimmtudaginn 17. desember þetta árið. Að sjálfsögðu verður engum hafnað sem skilar inn seinna svo framarlega sem það komi fyrir áramót, en til að minnka álagið er betra að sækja um sem fyrst.