Átak gegn fáttækt hefst í dag

Alþjóðlegt átak gegn fátækt hefst í dag og af því tilefni verða nokkrar heimildamyndir um fáttækt sýndar á meira en 70 sjónvarpsstöðvum um heim allan. Átakinu er ætlað að vekja athygli á fáttækt alls staðar í heiminum, hvað veldur henni og hvernig er mögulega hægt að taka á vandanum. Rúv mun taka þátt í átakinu og sýna nokkrar heimildamyndir um fáttækt á næstu dögum.

 

RÚV sýnir fimm af þessum átta heimildarmyndum næstu mánudags- og miðvikudagskvöld og var fysta myndin sýnd í gærkvöld. Hún nefnist Welcome to the World eða Velkomin í heiminn og fjallar um hvernig það er að fæðast í heiminn sem fátækt barn. Myndin verður endursýnd 2. desember.

Hinar myndirnar fjórar sem RÚV sýnir eru  Give us the money en hún fjallar um LiveAid - verkefnið þar sem nokkrar heimsfrægar poppstjörnur ætluðu sér að breyta heiminum.  Heimildarmyndin Solar Mamas segir frá því hvernig konur eru betri til að sigrast á fátækt en auk þeirra verða myndirnar  Rich and Poor in NY og Education Education sýndar. 

Hægt er að kynna sér þetta alþjóðlega átak nánar á vefsíðunni Why Powerty.