Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fer venju samkvæmt fram þann 8. mars. BSRB mun ásamt öðrum verkalýðsfélögum og samtökum launafólks standa að málþingi á Grand hótel þennan dag. Yfirskrift málþingsins að þessu sinni er „Starfslok - endastöð eða nýtt upphaf? - konur á barmi starfsloka".
Þar munu eftirfarandi erindi verða flutt:

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgar fjallar hvernig kynin takast á við ný verkefni við starfslok. Hvaða umhverfi eldri borgurum er búið og helstu baráttumál þeirra.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar fjallar um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar. Hvað hún hefur gert og hvað má laga fyrir þann hóp sem sér fram á starfslok.

Steinunn Rögnvaldsdóttir MA nemi í kynjafræði við háskóla Íslands gerir grein fyrir rannsókn sinni þar sem hún hefur verið m.a. skoðað trygginga- og lífeyrissjóðakerfið og áhrif þess á konur á efri árum. Einnig gerir hún grein fyrir erlendum rannsóknum um málið.

Fundurinn fer fram á Grand Hótel Hvammi 8. mars og stendur frá kl. 11:45 - 13:00. Hádegisverður kostar kr. 1.900. Sama dag verður Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti haldin hátíðlegur með dagskrá í Iðnó frá kl. 17:00. Fundarstjóri þar verður Kolbrún Halldórsdóttir en dagskráin verður eftirfarandi:

Ávörp:

Védís Guðjónsdóttir: Saman eða sundur

Sigríður Rut Hilmarsdóttir: Vinna með barnalýðræði

Steinunn Þóra Árnadóttir: Kjósum burt NATÓ!

Suomia Islami: Hlutverk kvenna í „arabíska vorinu"

Guðrún Jónsdóttir: „Og þær lifðu hamingjusamar til æviloka." Umfjöllun um vændi og Kristínarhús

Claudia Ashonie: Menntun kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og atvinna að námi loknu

Guðrún Hannesdóttir: Mennska