Aðalfundur félagsins 11.nóvember

Eins og ekki hefur farið fram hjá félagsmönnum, þá var aðalfundi félagsins frestað fram á haust.

Stefnt er á að halda aðalfund FOS-Vest 11.nóvember kl. 18.00 á Hótel Ísafirði. 

Félagsmenn koma til með að þurfa að skrá sig og eins verður boðið upp á fjarfund fyrir þá sem það þurfa. Á rafrænu eyðublaði er hægt að skrá þátttöku á aðalfundi og tilgreina hvort skráð er á staðfund eða fjarfund.

Dagskrá og nánari fyrirkomulag verður auglýst síðar.