Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, F.O.S.Vest

 

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, F.O.S.Vest, verður haldinn á skrifstofu félagsins 31. maí 2021 kl. 20:00.

Gerð hefur verið sú breyting á áður auglýstri dagskrá aðalfundar að tillaga stjórnar um að fresta aðalfundi og að framhaldsaðalfundur  verði haldinn fyrir 31. október 2021 verður borin fram að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum samkvæmt lögum félagsins.

Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Vefslóð til að tengjast fundinum hefur verið send félagsmönnum í tölvupósti.

Tilkynna þarf þátttöku á fundinum til skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða í tölvupósti á netfangið fosvest@fosvest.is. 

Vinsamlegast hafið í huga samkomutakmarkanir og nálægðarmörk sem í gildi eru þegar fundurinn fer fram.

Mælt er með að þeir sem ætla sér að taka þátt í fjarfundi tengist inn á fundinn 15 mínútur fyrir auglýstan fundartíma.