Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum.

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn fimmtudaginn 23.maí kl. 18.00 í Edinborgarhúsinu.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Þá liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar um að hefja viðræður við Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu um mögulega sameiningu félaganna.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisrétt.

Boðið verður upp á léttan málsverð að lokinni hefðbundinni dagskrá.

Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða á netfangið fosvest@fosvest.is í síðasta lagi þriðjudaginn 21.maí 2019.

Hið árlega ferðaávísanalottó verður á sínum stað.

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest