Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum.

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður  haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 18:00.

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður fundurinn að þessu sinni haldinn í fjarfundi, sem stjórnað verður frá skrifstofu félagins.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum  félagsins.

Þá liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar um að fá heimild til sameiningarviðræðna við önnur BSRB félög
  
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt.

Skrá þarf þátttöku á fundinum fyrir 10. nóvember 2020 og er það gert á heimasíðu félagsins:
https://fosvest.is/getum_vid_adstodad/hafa_samband/

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest