Aðalfundur

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 19. maí n.k. Kl. 18:00.

 

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Að fundi loknum verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi.

 

Hið árlega ferðaávísanalottó verður á sínum stað.

 

 

Kveðja Stjórnin.