Aðalfundur Samflots

Aðalfundur Samflots fyrir árið 2008 var haldinn á Hótel Hilton Reykjavík Nordica daganna 20. og 21. nóvember.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.

Á fundinum lét Elín Björg Jónsdóttir formaður Samflots frá 1988 af embætti en hún var kjörin formaður BSRB á þingi bandalagsins í október s.l. Fundarmenn þökkuðu Elínu langt og farsælt samstarf og færðu henni málverk að gjöf með þakklæti fyrir vel unnin störf.

Nýr formaður var kjörin Guðbjörn Arngrímsson formaður St. Fjallabyggðar og með honum í framkvæmdanefnd eru Helga Hafsteinsdóttir SDS, Ingunn Þorláksdóttir St. Seltjarnarness og Haraldur Eggertsson St. Hafnarfjarðar.

Fundurinn samþykkti ályktun sem hér fer á eftir:


ÁLYKTUN AÐALFUNDAR SAMFLOTS 2009

Aðalfundur Samflots haldinn 20. og 21. nóv. 2009 hvetur sveitarfélög í landinu til að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaganna í þeim aðhaldsaðgerðum sem þau standa frammi fyrir. Niðurskurður á grunnþjónustu veikir samfélagið og í þessum efnahagsþrengingum er öflug opinber almannaþjónusta mikilvæg. Ljóst er að í einhverjum tilfellum kunna einstök sveitarfélög að telja þörf á auknum þjónustutekjum og hvetur fundurinn sveitarfélög til að takmarka gjaldskrárhækkanir sem kostur er.


Í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og atvinnulífsins og ríkisstjórnar og sambands sveitarfélaga segir; „Samband íslenskra sveitarfélaga og aðilar vinnumarkaðarins munu skipa samráðshóp til að fjalla um leiðir til að standa vörð um grunnþjónustu á vegum sveitarfélaga og forgangsröðun í starfsemi þeirra.“ Samflot bæjarstarfsmannafélaga lýsir sig reiðubúið til að koma að þeirri vinnu.