44. Þing BSRB

44. þing BSRB hefur staðið yfir undanfarna daga.  Stjórn félagsins hefur haft í nægu að snúast við nefndarstörf og fl. 

Eftir hádegi verður gengið til kosninga. Kosið verður í embætti BSRB, þ.e. embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Auk formannanna þriggja mun ný stjórn BSRB verða skipuð sjö meðstjórnendum sem verða kosnir sérstakri kosningu.

Nú stendur afgreiðsla þingmála yfir þar sem formenn málefna hópa kynna niðurstöðu vinnu síðustu daga. Vinnan lítur að gerð stefnu BSRB auk þess sem málefnahóparnir hafa unnið ályktanir hver í sínum málaflokki. Ályktanir og stefna BSRB að loknu 44. þingi ættu því að liggja fyrir síðar í dag.