43.þing BSRB

Stjórn FOSVest situr nú Þing BSRB sem var sett 10.10.2012 kl. 11 á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, flutti setningarræðu sína og að því loknu tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra til máls. Eftir hádegi tóku hefðbundin þingstörf við og standa fram á föstudag þegar kosið verður í embætti bandslagsins.

 

Yfirskrift þingsins er „Framtíð byggð á jöfnuði og velferð" en þing BSRB er haldið þriðja hvert ár og þar er stefna bandalagsins til næstu þriggja ára mótuð af þingfulltrúum sem eru um 260 talsins og koma úr hinum ólíku aðildarfélögum BSRB.

Á þinginu fara einnig fram kosningar til embætta innan BSRB. Sitjandi formaður er Elín Björg Jónsdóttir og gefur hún kost á sér til áframhaldandi setu. Fram til þessa hefur aðeins einn mótframbjóðandi gefið sig fram, Jónas Engilbertsson strætisvagnabílstjóri.

Einnig verður kosið í framkvæmdanefnd BSRB en hana skipa auk formanns BSRB, tveir varaformenn, gjaldkeri og ritari. Kosningin fer fram á föstudag.