1.maí hátíðarhöldin

Kæru félagar, 1.maí lendir að þessu sinni á sunnudegi, og mun kröfugangan hefjast kl. 14:00. Gengið verður frá Pólgötu 2, gengið að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. 

 

Fjölmennum í kröfugönguna og tökum þátt í hátíðarhöldunum að henni lokinni.

Pistill dagsins mun flytja Halla Signý Kristjánsdóttir fjármálastjóri og félagsmaður FOS-Vest.

1.maí hátíðarhöld á Ísafirði og Suðureyri

Dagskráin í Edinborg:

Ræðumaður dagsins

Finnbogi Sveinbjörnsson Verk-Vest.

Lúðrasveit tónlistaskólans

Stjórnandi Madis Maekalle

Tónlistaratriði

með nemendum Tónlistarskóla Þingeyrar. Stjórnandi Krista Sildoja

Pistill dagsins

Halla Signý Kristjánsdóttir fjármálastjóri

Félagar úr Litla Leikklúbbnum

flytja atriði úr sýningunni „Á skíðum skemmti ég mér"

Kaffiveitingar í boði Verkalýðsfélaganna allra á Vestfjörðum í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

Kvikmyndasýningar fyrir börn

í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Hátíðarhöld 1. maí á Suðureyri.

Kl.14:00 - Kröfuganga frá Brekkukoti.

Boðsund Barna í Sundlaug Suðureyrar.

Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga.

Ræða dagsins.

Söngur og hljóðfæraleikur.