Tungumálatöfrar 3.-8.ágúst 2020

Tungumálatöfrar 3.-8.ágúst 2020

Á ÍSLENSKU - Enska/Pólska/Tælenska below.

 

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 - 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3. - 8. ágúst 2020. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi. Á lokadeginum verður svo Töfraganga sem endar með bæjarhátíð í Suðurtanga. Þar standa bæjarbúar af ólíkum uppruna fyrir fjölskylduskemmtun með leikjum, sögum, myndlist og matarupplifun.

 

Gjald er 25.000 krónur fyrir hvert barn - 45.000 fyrir tvö börn úr sömu fjölskyldu og 60.000 fyrir 3 börn úr sömu fjölskyldu. Námskeiðið er í fjórar klukkustundir dag hvern og lýkur með skrúðgöngu og fjöslskylduskemmtun á laugardegi. Matur og allur efniskostnaður er innifalinn.

 

50% afsláttur á námskeiðsgjöldum fyrir félaga Fosvest sem vilja senda börnin sín á Tungumálatöfra. Sækið um hér og merkið við að þið séuð félagar í umsóknareyðublaðinu.

 

Skráningarform má nálgast hér: https://tinyurl.com/un7md9e

 

Nánari upplýsingar á Facebook síðu Tungumálatöfra  / tungumalatofrar@gmail.com

 

Myndband frá Tungumálatöfrum síðustu ára:

https://www.youtube.com/watch?v=5tmk09lAD1g

 

 

Á ENSKU / ENGLISH

 

Tungumálatöfrar (Language Magic) is a summer course for multilingual children. The aim is to create a stimulating environment through creativity and play.  The course is designed for Icelandic children who have been born or moved abroad and children who have moved to Iceland but are open to all children.

 

The course takes place in Ísafjörður 3 - 8 August 2020. It finishes with a parade and a little family festival with games, culture and food from different corners of the world.

Fee: 25,000 Ikr per child - 45,000 Ikr for 2 children from the same family and 60,000 for 3 children from the same family. This includes 4 hours of daily activities and includes lunch and all materials used.

 

50% discount on course fees for members of the work union Fosvest. Please fill in the application bellow and note if you are a member of Fosvest.

 

Registrations: https://tinyurl.com/un7md9e

 

For any further information write to tungumalatofrar@gmail.com with your questions.

 

Short video about the course: https://www.youtube.com/watch?v=5tmk09lAD1g

 

 

Á TÆLENSKU (ภาษาไทย) 

 

Tungumálatöfrar (The Language Magic) เป็นหลักสูตรเรียนภาษาไอซ์แลนด์ด้วยศิลป์การละเล่น สำหรับเด็กอายุ 5 – 11 ปี ซึ่งจะจัดขึ้นที่ศูนย์วัฒนธรรมของเอดินบอร์ก ( Edinborg á Ísafirði ) วันที่ 3-8 สิงหาคม 2020 นี้  หลักสูตรนี้จัดทำขึ้นเพื่อเด็กๆทุกคน โดยเฉพาะสำหรับเด็กชาวไอซ์แลนด์ที่เกิดที่นี่แล้วย้ายไปอยู่ที่ต่างประเทศ และ สำหรับเด็กที่มาจากต่างประเทศแต่อาศัยอยู่ในประเทศไอซ์แลนด์  

ในวันสุดท้ายของหลักสูตรจะมีการเดินขบวนพาเหรด และจะจัดงานแสดงที่ถนน Suðurtanga ที่นั่นจะมีประชาชน และครอบครัวมาร่วมฉลอง ซึ่งจะมีการแสดง ดนตรี ร้องเพลง ศิลปะ เกมส์การละเล่น และมีอาหารให้ชิม 

 

ค่าหลักสูตร 25,000 ISK ต่อเด็กหนึ่งคนหรือ 45,000 ISK สำหรับพี่น้อง (เด็ก 2 คน) / 60,000 ISK สำหรับเด็ก 3 คน ในครอบครัวเดียวกัน หลักสูตรจะเรียนวันละ 4 ชั่วโมง 

 

ประกันสังคม Fosvest จะจ่ายให้ 50% สำหรับผู้ปกครองที่เป็นสมาชิค  ผู้ที่สนใจจะให้เด็กๆเข้าร่วมกิจกรรมนหลักสูตรนี้ สามารถกรอกใบสมัครได้ที่นี่ และแจ้งไว้ในใบสมัครด้วยว่าเป็นสมาชิคของประกันสังคมหรือเปล่า 

 

แบบฟอร์มการสมัครอยู่ในลิงค์นี้: https://tinyurl.com/un7md9e 

เช็คข้อมูลเพิ่มเติมได้ที่  tungumalatofrar@gmail.com 

วีดีโอปีที่แล้ว https://www.youtube.com/watch?v=5tmk09lAD1g 

 

 

 

 

 

Á PÓLSKU

 

Tungumálatöfrar jest kursem języka islandzkiego przeznaczonym dla dzieci w wieku od 5 do 11 lat. Zajęcia prowadzone będą w formie warsztatów twórczych i zabaw w dniach od 3 do 8 sierpnia 2020r. w Edinborgarhús w Ísafjörður.

Kurs jest przeznaczony dla wszystkich dzieci ze szczególnym uwzględnieniem dzieci islandzkich urodzonych lub mieszkających za granicą, a także dzieci obcego pochodzenia, które obecnie mieszkają w Islandii. W ostatnim dniu kursu odbędzie się zaczarowany pochód, który zakończy się festynem w miejscu Suðurtanga. Pochodzący z różnych krajów mieszkańcy miasta  przygotują dla uczestników festynu wiele rozrywek, m.in. zabawy, opowieści, wystawy i poczęstunek.

 

Koszt kursu to 25.000 koron za dziecko, 45.000 koron za dwoje dzieci z tej samej rodziny, 60.000 koron za trójkę dzieci z tej samej rodziny.

 

Czas trwania zajęć to 4 godziny dziennie. Kurs zakończy się w sobotę 8 sierpnia paradą oraz rodzinnym festynem. Jedzenie i wszelkie koszty wliczone są w cenę kursu.

 

50% zniżki na opłatę kursu językowego Tungumálatöfrar dla dzieci rodziców należących do Związków Zawodowych Fosvest. Złóż wniosek tutaj i zaznacz w formularzu, że jesteś członkiem tego związku.

 

Zapisu na kurs można dokonać na str. https://tinyurl.com/un7md9e

 

Wszystkie inne informacje można znaleźć na stronie

Facebook – Tungumálatöfra / tungumalatofrar@gmail.com

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=5tmk09lAD1g

LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA

LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA

Skrifstofan verður lokuð í 2 vikur, 29.júní-10.júlí að báðum dögum meðtöldum. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Ef erindið er brýnt er hægt að senda tölvupóst á fosvest@fosvest.is.

Helmingur launafólks gat unnið í fjarvinnu

Helmingur launafólks gat unnið í fjarvinnu

Birt á vef BSRB 18.júní 2020.

Meirihluti þeirra sem á annað borð vann í fjarvinnu vegna COVID-19 var sáttur við fyrirkomulagið.
Meirihluti þeirra sem á annað borð vann í fjarvinnu vegna COVID-19 var sáttur við fyrirkomulagið.

 

Rúmlega helmingur launafólks, um 52 prósent, áttu þess kost að vinna fjarvinnu vegna COVID-19 faraldursins samkvæmt könnun rannsóknarfyrirtækisins Maskínu fyrir BSRB.

Mikill munur var á svörum fólks eftir búsetu. Þannig sögðust 61 til 63 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins hafa átt þess kost að vinna fjarvinnu en tæplega 35 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins.

Munurinn er mikill þegar svör þátttakenda eru skoðuð eftir menntun. Rúmlega 22 prósent fólks með grunnskólapróf gat unnið fjarvinnu og 32 prósent fólks með framhaldsskólapróf. Til samanburðar gátu tæplega 66 prósent þeirra sem lokið höfðu grunnnámi í háskóla unnið fjarvinnu og 81 prósent þeirra sem lokið höfðu framhaldsnámi við háskóla.

Þá var verulegur munur á því eftir tekjum hvort fólk gat unnið fjarvinnu og áttu tekjulágir þess síður kost að vinna fjarvinnu en tekjuhærri. Þannig sögðust tæp 20 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur undir 400 þúsundum hafa getað unnið fjarvinnu og 32 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 400 til 549 þúsund krónur. Til samanburðar gátu 69 prósent þeirra sem voru með eina milljón eða meira í heimilistekjur unnið fjarvinnu.

Meirihlutinn ánægður með fjarvinnu

Almennt var fremur lágt hlutfall þeirra sem á annað borð unnu fjarvinnu ósátt við það fyrirkomulag. Um 13 prósent sögðu að þeim hafi líkað fjarvinnan frekar eða mjög illa en nærri 58 prósent sögðu að sér hafi líkað það fremur eða mjög vel að vinna fjarvinnu. Almennt voru foreldrar með börn á heimilinu sáttari við að vinna fjarvinnu en barnlaus pör, en fólk sem býr eitt var almennt ósáttast við að vinna í fjarvinnu.

 

Líkaði þér fjarvinnan vel eða illa?

 

Rannsóknin var unnin af rannsóknarfyrirtækinu Maskínu fyrir BSRB dagana 24. apríl til 4. maí. Markmiðið með rannsókninni var að meta áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á líf og störf íslensks launafólks. Þátttakendur voru 1.050 talsins, 18 ára og eldri, allsstaðar að af landinu. Hópurinn sem tók þátt endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.

Hér má finna fleiri fréttir um niðurstöður rannsóknarinnar:

Langflestir í skertu starfshlutfalli fengu hlutabætur

Langflestir í skertu starfshlutfalli fengu hlutabætur

Birt á vef BSRB 16.júní 2020

Nærri einn af hverjum tíu sem tók þátt í könnun Maskínu hafði orðið fyrir tekjuskerðingum án þess að…
Nærri einn af hverjum tíu sem tók þátt í könnun Maskínu hafði orðið fyrir tekjuskerðingum án þess að hafa misst vinnuna eða starfshlutfall verið lækkað.

Stærstur hluti launafólks sem fór í skert starfshlutfall vegna COVID-19 faraldursins sótti um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli frá Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í könnun á áhrifum heimsfaraldursins á launafólk sem rannsóknarfyrirtækið Maskína vann fyrir BSRB.

Alls sóttu tæplega 86 prósent þeirra sem lentu í þessari stöðu um hlutabætur. Á almenna vinnumarkaðinum var hlutfallið rúmlega 90 prósent en aðeins 26 prósent meðal opinberra starfsmanna.

Um fimmtungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu að staða þeirra á vinnumarkaði hafi breyst frá því sem hún var í byrjun febrúar vegna COVID-19. Þegar aðeins er skoðaður sá hópur sem hafði orðið fyrir breytingum kom í ljós að um 12 prósent hafði verið sagt upp, 57 prósent störfuðu í skertu starfshlutfalli og 10 prósent voru í launalausu leyfi. Þá sögðu um 21 prósent að aðrar breytingar hafi orðið á stöðu þeirra, til dæmis að þau hafi verið færð til í starfi.

Af þeim sem störfuðu í skertu starfshlutfalli í faraldrinum sögðust um 74 prósent vinna í samræmi við nýtt starfshlutfall og rúmlega 16 prósent sögðust vinna minna en nýja starfshlutfallið sagði til um. Þá sögðust um 10 prósent vinna meira en það starfshlutfall sem þau fengu greitt frá launagreiðanda.

Tekjuskerðingar hjá mörgum

Um 9 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa orðið fyrir tekjuskerðingu án þess að starfshlutfall hafi verið lækkað eða þau misst vinnuna. Þar af höfðu tæplega 5 prósent misst fasta yfirvinnu, um 1 prósent misst fastar greiðslur umfram kjarasamning og rúmlega 3 prósent sögðu að laun hafi verið lækkuð.

Rannsóknin var unnin af rannsóknarfyrirtækinu Maskínu fyrir BSRB dagana 24. apríl til 4. maí. Markmiðið með rannsókninni var að meta áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á líf og störf íslensks launafólks. Þátttakendur voru 1.050 talsins, 18 ára og eldri, allsstaðar að af landinu. Hópurinn sem tók þátt endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.

Hér má finna fleiri fréttir um niðurstöður rannsóknarinnar: