FOSvest FOSvest | miðvikudagurinn 17. apríl 2019

Gleðilega páska


 

 

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum óskar félagsmönnum sínum gleðilegra páska.  

FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 16. apríl 2019

Orlofsuppbót greidd þó samningar séu lausir

 Tekið af vef BSRB 16.apríl

Orlofsuppbótin getur auðveldað launafólki að komast í langþráð frí.
Orlofsuppbótin getur auðveldað launafólki að komast í langþráð frí.

 

Orlofsuppbót er hluti af öllum kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og greiðist annað hvort 1. maí eða 1. júní. Orlofsuppbótin er föst krónutala, á hana bætist ekki orlof, og samið er um hana fyrir hvert og eitt ár þegar kjarasamningar eru gerðir. Hjá ríkinu og Reykjavíkurborg er uppbótin greidd 1. júní en hjá öðrum sveitarfélögum er hún greidd 1. maí.

Þar sem kjarasamningar eru lausir núna liggur ekki fyrir hver upphæð orlofsuppbótar fyrir árið 2019 verður. Það þýðir þó ekki að greiðsla orlofsuppbótar frestist þar til samið verður. Eðlilegt er að starfsmenn fái greidda orlofsuppbót síðasta árs á þeim tímapunkti sem kjarasamningur greinir og fái svo leiðréttingu ef samið verður um hærri orlofsuppbót í komandi kjarasamningum. Á árinu 2018 var orlofsuppbótin 48.000 krónur í flestum samningum aðildarfélaga BSRB.

Um orlofsuppbót gilda almennt þær reglur að einstaklingar sem hafa verið í fullu starfi allt orlofsárið, frá 1. maí til 30. apríl, fá fulla uppbót. Það sama gildir um einstaklinga sem hafa verið í fæðingarorlofi eða launalaust frá störfum vegna veikinda í allt að sex mánuði. Starfsmenn í hlutastarfi fá greidda uppbót eftir starfshlutfalli og þeir starfsmenn sem hafa unnið hluta úr ári sömuleiðis, ef þeir hafa unnið að minnsta kosti 3 mánuði á orlofsárinu.

FOSvest FOSvest | miðvikudagurinn 27. mars 2019

Orlofsblað 2019

Nú er Orlofsblaðið 2019 farið í póst og ætti að koma inn um lúguna hjá félagsmönnum á næstu dögum.

Það er líka hægt að skoða það undir "skrárog skjöl" Orlof.

FOSvest FOSvest | mánudagurinn 25. mars 2019

SUMARORLOF

 

Ágætu félagsmenn

Nú fer að styttast í umsóknartímabilið fyrir sumarorlofið það hefst 6. apríl og stendur til 13. apríl, en þá verður úthlutað umsóknum.

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 24. maí til 13. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði er í orlofsblaðinu okkar sem fer í póst í næstu viku. 

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

F. h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

formaður

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 21. mars 2019

Starfsmannasamtöl

Starfsmannasamtöl

Haldið 27. mars 2019. 

Vel undirbúin og faglega framkvæmd starfsmannasamtöl geta bætt verulega frammistöðu starfsmanna og eflt samstarf og samskipti milli yfirmanns og starfsmanna hans.

Á námskeiðinu er farið yfir tilgang, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala. Sýnd eru leikin myndskeið sem sýna bæði hvernig starfsmannasamtöl geta „misheppnast“ ef réttum undirbúningi og samtalstækni er ábótavant og öfugt, þ.e. sýnd dæmi um vel undirbúin og árangursrík samtöl. Þátttakendur taka jafnframt þátt í léttum æfingum.

Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir. Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Tími: Kennt miðvikudaginn 27. mars kl. 10:30-15:30.
Lengd: 4 klukkustundir. (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. 
Verð: 33.000 kr. 

Starfsmenn hjá ríki eða sveitarfélögum sem eru í FosVest geta  sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa að skrá sig í gegnum vef Starfsmenntar, smennt.is.
 

 

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 21. mars 2019

Starfsmannasamtöl

Starfsmannasamtöl

Haldið 27. mars 2019. 

Vel undirbúin og faglega framkvæmd starfsmannasamtöl geta bætt verulega frammistöðu starfsmanna og eflt samstarf og samskipti milli yfirmanns og starfsmanna hans.

Á námskeiðinu er farið yfir tilgang, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala. Sýnd eru leikin myndskeið sem sýna bæði hvernig starfsmannasamtöl geta „misheppnast“ ef réttum undirbúningi og samtalstækni er ábótavant og öfugt, þ.e. sýnd dæmi um vel undirbúin og árangursrík samtöl. Þátttakendur taka jafnframt þátt í léttum æfingum.

Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir. Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Tími: Kennt miðvikudaginn 27. mars kl. 10:30-15:30.
Lengd: 4 klukkustundir. (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. 
Verð: 33.000 kr. 

Starfsmenn hjá ríki eða sveitarfélögum sem eru í FosVest geta  sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa að skrá sig í gegnum vef Starfsmenntar, smennt.is.
 

 

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 7. mars 2019

Margar helgar lausar í Birkihlíð í mars og apríl

Það eru margar helgar lausar í Birkihlíð, orlofshúsi BSRB í Munaðarnesi, bæði í mars og apríl. Félagsmenn í öllum aðildarfélögum BSRB geta sótt um að leigja húsið, sem er eina orlofshúsið sem BSRB hefur í útleigu.


Meira
FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 7. mars 2019

Skýrsla um fáttækt barna: Brúið umönnunarbilið

Tekið af vef BSRB

Ísland stendur hinum Norðurlöndunum að baki hvað varðar útgjöld til barnabóta, fæðingar- og foreldraorlofs og til daggæslu samkvæmt nýrri skýrslu um lífskjör og fáttækt barna á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar verði brúað.

 


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón