FOSVest FOSVest | föstudagurinn 11. apríl 2014

Samningur samţykktur.

Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning milli Samflots og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er eftirfarandi:

 

Á kjörskrá voru:     124

Atkvæði greiddu:    44, eða 41,12%

Já sögðu:              32, eða 72,73% af greiddum atkvæðum

Nei sögðu:            11, eða 25%  af greiddum atkvæðum

Auður seðill:         1, eða 2,27 af greiddum atkvæðum.

FOSVest FOSVest | föstudagurinn 11. apríl 2014

Orlofsblađ félagsins

Kæru félagsmenn, 


Orlofsblað félagsins er í prentun og mun sendast til félagsmanna í næstu viku.  


Beðist er velvirðingar á töfum á útgáfu blaðsins.

...
Meira
FOSVest FOSVest | mánudagurinn 7. apríl 2014

Ađalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörđum.

Kæru félagar,

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði mánudaginn 28. apríl n.k. Kl. 20:00

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar.

Hið árlega ferðaávísanalottó verður á sínum stað.

Kveðja Stjórnin.

FOSVest FOSVest | laugardagurinn 29. mars 2014

Skrifađ undir samning viđ SNR

Skrifað var undir breytingar og framlengingu á kjarasamningi Samflots við SNR f.h. fjármálaráðherra í húsakynnum sáttasemjara kl. 19:30 28. mars.

...
Meira
FOSVest FOSVest | mánudagurinn 17. mars 2014

Fyrirhugađar breytingar á orlofsmálum félagsins

Kæri félagsmaður,

Unnið er að sameiningu orlofspakka fjögurra stéttarfélaga.  Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

Um er að ræða tilraun í eitt ár með að sameina orlofspakka til að geta boðið félagsmönnum meira úrval á orlofshúsum, íbúðum á höfuðborgarsvæðinu auk þess að það verður meira úrval á niðurgreiddri hótelgistingu.

Tekið verður upp rafrænt skráningarkerfi þannig að félagsmenn geti bókað gistingu rafrænt og geti séð hvaða tímabil eru laus .

Fyrirhugað er að gefa út sameiginlegan orlofsbækling í apríl með nánari upplýsingum og leiðbeiningum á kerfið. 

Þann 1. mars 2014 eiga starfsmenn sveitarfélaga og stofnana sem fá greitt eftir kjarasamningi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum að fá launahækkun. 


1. mars 2014

Launatafla IV, gildistími: 1. mars 2014 – 30. september 2014.

Bil milli launaflokka jafnað í 1,1%.
Hækkun launatöflu: 3,1%

FOSVest FOSVest | miđvikudagurinn 26. febrúar 2014

Fundur Starfsmenntunarsjóđs

Í dag miðvikudaginn 26. febrúar mun stjórn Starfsmenntunarsjóðs koma saman og taka fyrir umsóknir félaga.  

Til afgreiðslu eru 11 umsóknir. 

 

 

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 11. febrúar 2014

Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins fundar um karla í umönnunar- og kennslustörfum fimmtudaginn 13. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. 

...
Meira
Fyrri síđa
1
234567404142Nćsta síđa
Síđa 1 af 42
Vefumsjón