FOSVest FOSVest | mánudagurinn 1. febrúar 2016

Breyting á umsóknarfresti um orlofshúsiđ á Spáni

Þann 10. janúar var opnað fyrir umsóknir vegna páska- og sumarstímabils fyrir Spánarhúsið 2016. 

Ábendingar hafa komið um að umsóknarfresturinn væri of rúmur og er hér með brugðist við því. Umsóknarfrestur er því til 19. febrúar, bæði fyrir páska og sumartímabil, sjá hér fyrir neðan.

Umsóknartímabil fyrir páska opnar 10. janúar til 19. febrúar.

Umsóknartímabil fyrir sumarið opnar 10. janúar til 19. febrúar.


Úthlutað er til félagsmanna vikuna eftir lokun umsóknartímabila.

Tveggja-vikna tímabil, ekki verður hægt að fá staka viku á þessum tímabilum.

Tímabilið kostar 72.000 kr. 

22. mars – 5. apríl, páskar.

17. maí – 31. maí 31. maí – 14. júní

14. júní – 28. júní 28. júní – 12. júlí

12. júlí – 26. júlí 26. júlí – 9. ágúst

9. ágúst – 23 ágúst 23. ágúst – 6. sept.


Á öðrum tímum verður hægt að kaupa 1 eða 2 vikur að vild. Vikan kostar 37.000 kr.

Upplýsingar um húsið má finna inn á heimasíðu www.tilspanar.is

Nánari upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti til félagsmanna. Ef einhver félagsmaður hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn að hafa samband við Guðbjörn í síma 899-6213

Orlofsnefndin

FOSVest FOSVest | miđvikudagurinn 27. janúar 2016

Starfsmenntunarsjóđur

Félagið vill benda á að næsti umsóknarfrestur Starfsmenntunarsjóðs er til 15. febrúar n.k. 

Stjórn starsmenntunarsjóðs fundar í lok febrúar/ byrjun mars og mun taka fyrir umsóknir sem hafa borist fyrir 15. febrúar.

FOSVest FOSVest | föstudagurinn 8. janúar 2016

Orlofshús á Spáni

Spánn - opnað fyrir umsóknir vegna páska- og sumarstímabils, sótt er um á orlofssíðu Samflots eða viðkomandi aðildarfélags Samflots.

Orlofsnefnd Samflots vill benda á að þann 10. janúar opnast fyrir umsóknir vegna páska- og sumarstímabils fyrir Spánarhúsið 2016. 

Umsóknartímabil fyrir páska opnar 10. janúar til 26. febrúar.

Umsóknartímabil fyrir sumarið opnar 10. janúar til 1. apríl.

Úthlutað er til félagsmanna vikuna eftir lokun umsóknartímabila. 

Tveggja-vikna tímabil, ekki verður hægt að fá staka viku á þessum tímabilum.

Tímabilið kostar 72.000 kr. 

22. mars – 5. apríl, páskar.

17. maí – 31. maí

31. maí – 14. júní

14. júní – 28. júní

28. júní – 12. júlí

12. júlí – 26. júlí

26. júlí – 9. ágúst

9. ágúst – 23 ágúst

23. ágúst – 6. sept.


Á öðrum tímum verður hægt að kaupa 1 eða 2 vikur að vild. Vikan kostar 37.000 kr.

Upplýsingar um húsið má finna inn á heimasíðu www.tilspanar.is

Orlofsnefnd Samflots

 

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 22. desember 2015

Gleđileg jól

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 22. desember 2015

Skrifstofa félagsins verđur lokuđ milli hátíđa

Skrifstofa félagsins verður lokuð milli hátíða dagana 28. til 31. desember. 

Ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við Gabríelu skrifstofustjóra í síma 847-3400 eða senda póst á netfangið fosvest@fosvest.is

FOSVest FOSVest | föstudagurinn 11. desember 2015

Kjarasamningur F.O.S.Vest viđ SNS samţykktur

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingu og framlengingu á  kjarasamningi Samflots, f.h. Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Starfsmannafélags Fjarðabyggðar, Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélags Húsavíkur og SNS  f.h. Sambands íslenskar sveitarfélag með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.


Á kjörskrá voru:                     1160
Atkvæði greiddu                     328 eða 28.28%
Já sögðu                                   312 eða 95.12% af greiddum atkvæðum
Nei sögðu                      14 eða  2.27% af greiddum atkvæðum
Auður seðill                     2 eða  0.61% af greiddum atkvæðum

 

Samningurinn er því samþykktur.

Þetta tilkynnist hér með,


f.h. Samflots Bæjarstarfsmannafélaga
Guðbjörn Arngrímsson formaður.

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 26. nóvember 2015

Kynningafundir um nýjan kjarasamning F.O.S.Vest og SNS

Kynningafundir um nýgerða framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli Samflots, fh. F.O.S.Vest og Samningarnefndar sveitarfélaga verða haldnir sem hér segir.

 

Ísafirði                1. desember  kl. 17:30  á Hótel Ísafirði

Patreksfirði       2. desember  kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Aðalstræti 63

Hólmavík            3. desember  kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar í Hnyðju Höfðagötu 3

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér nýjan samning. 

Kosning um samninginn fer fram að lokinni kynningu. 

 

Hægt verður að kynna sér kjarasamninginn og greiða atkvæði á skrifstofu félagsins til fimmtudagsins 10. desember  n.k.

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 23. nóvember 2015

Samningur í höfn

Frétt tekin af vef Samflots bæjarstarfsmanna www.samflot.is

 

Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga fór fram undir stjórn ríkissáttasemjara um áttaleytið í gærkveldi þann 20. nóvember. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið og tekur mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.

Helstu breytingar eru þessar:

•Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.

•Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.

•Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014, lágmarki 2,5% hækkun sem er tryggð.

•Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.

•Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

•Desemberuppbót hækkar um 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans.


•Persónuuppbót / desemberuppbót á samningstímanum verður sem hér segir:
Á árinu 2015 kr. 100.700.
Á árinu 2016 kr. 106.250.
Á árinu 2017 kr. 110.750.
Á árinu 2018 kr. 113.000.

Guðbjörn Arngrímsson
formaður Samflots

Fyrri síđa
1
234567464748Nćsta síđa
Síđa 1 af 48
Vefumsjón