FOSVest FOSVest | mánudagurinn 25. ágúst 2014

Lokun skrifstofu í september 2014

Skrifstofa félagsins verður lokuð dagana 12. september til og með 22. september n.k. 

Ef erindið er mjög brýnt er hægt að ná í Gabríelu Aðalbjörnsdóttur skrifstofustjóra í síma 847-3400 eða Gylfa Guðmundsson formann í síma 899-8235.

Ef erindið varðar orlofsmál eða kaup á hótelmiðum þá vinsamlegast hafið samband við Guðbjörn Arngrímsson umsjónarmann orlofspakkans í síma 899-6213 eða fara inn á heimasíðu orlofsvefsins www. samflot.is.  

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 22. júlí 2014

Atkvćđagreiđsla um kjarasamning

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Samflots, f.h. Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Félags opinberra starfsmanna á vestfjörðum, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Starfsmannafélags Húsavíkur og SNS f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga með gildistíma frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. 

Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 7. - 18. júlí og fór þannig: 

Á kjörskrá voru:      934 
Atkvæði greiddu:     200 eða 21.41% 
Já sögðu:                179 eða 89.50% af greiddum atkvæðum 
Nei sögðu:                20 eða 10.00% af greiddum atkvæðum 
Auður seðill:               1 eða 0.50% af greiddum atkvæðum 

Samningurinn er því samþykktur. 

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning milli Samflots og Samninganefndar Sveitafélaganna. Samningurinn frá 2011 hafði gildistíma til 30. september 2014, en með sérstöku samkomulagi er þeim, gildistíma breytt og nýi samningurinn tekur gildi 1. maí 2014 og gildir til 30. apríl 2015.

 

Um er að ræða framlengingu á gildandi samningi þar sem megináhersla er lögð á að leiðrétta launatöflu og tengitöflu við starfsmat. Hækkun launa er í tveim áföngum. 1. maí 2014 tekur ný launatafla og tengitafla við Starfsmat gildi sem hefur þau áhrif að lægstu laun hækka hlutfallslega meira en hærri laun. 1. janúar 2015 tekur ný launatafla gildi, en þá er launahækkunin jafnari á lægri og hærri laun. Meðaltalshækkun á tímabilinu er um 8,6 %.

Lágmarkslaun verða 229.549.- frá 1. maí 2014 .

Desemberuppbót á árinu 2014 verður 93.500.- sem er 15,9% hækkun.

Síðan eru breytingar á einstökum greinum og bókanir, en samninginn er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins www.fosvest.is .

 

Kynningarfundir og atkvæðagreiðsla verða á eftirtöldum stöðum:

 

Patreksfirði       9. júlí  kl. 11:00  á skrifstofu Vesturbyggðar

Tálknafjarðarhreppi      9. júlí kl. 13:00 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps

Ísafirði                 10. júlí kl. 17:00 á skrifstofu félagsins

Hólmavík            11. júlí kl. 11:00 á skrifstofu Strandabyggðar

Reykhólar           11. Júlí kl. 13:00 á skrifstofu Reykhólahrepps

 

Atkvæðagreiðsla verður á kynningarfundunum. Einnig verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins til miðvikudagsins 16. júlí n.k.

 

Stjórnin

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 26. júní 2014

Ekkert ákveđiđ varđandi breytingar á lífeyriskerfinu

Undanfarið hafa reglulega verið sagðar fréttir af því í fjölmiðlum að gera eigi breytingar á lífeyriskerfinu og m.a. hækka lífeyristökualdur.

...
Meira
FOSVest FOSVest | miđvikudagurinn 4. júní 2014

Kjarasamningur Orkubús Vestfjarđa samţykktur

Atkvæði um kjarasamning FOS-Vest við SA f.h. Orkubús Vestfjarða  hafa verið talin.

37 greiddu atkvæði sem féllu þannig.

 

Já sögðu :                           27 eða 73%    greiddra atkvæða

Nei sögðu :                       9 eða   24,3%          „

Einn seðill var auður eða :            2,7%           „

 

Samningurinn er því samþykktur.

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 20. maí 2014

Orlofsvefur opnar aftur fyrir umsóknir

Á hádegi í dag, miðvikudag 21. maí, opnar orlofsvefurinn aftur fyrir umsóknir um orlofshús og íbúðir.
Þá gildir reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær," þ.e. félagsmenn geta sótt um og borgað vikur sem lausar eru og sjá strax hvort þeir fá.
Í byrjun næsta mánaðar opnar svo fyrir umsóknir í október.
Orlofsnefndin óskar félagsmönnum gleðilegs sumars,


Bestu sumarkveðjur,


f.h. orlofsnefndar Samflots.

Guðbjörn Arngrímsson
S: 899-6213

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 6. maí 2014

BSRB tíđindi komin á vefinn

BSRB tíðindi eru komin út og ættu að hafa borist öllum félagsmönnum á síðustu dögum. Blaðið er einnig birt hér á vefnum en meðal efnis þar að þessu sinni er kynjabókhald BSRB, áherslur í kjarasamningum, ágrip af sögu og sigrum verkalýðsbaráttunnar auk þess sem fjallað er um stöðuna í lífeyrismálum opinberra starfsmanna.

 

Blaðið má nálgast hér.

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 6. maí 2014

Kynjabókhald BSRB

Jafnréttisnefnd BSRB tekur á hverju ári saman kynjabókahald  í samræmi við stefnu BSRB um jafnréttismál. Mikilvægt er fyrir BSRB að greina lykiltölur eftir kynjum á helstu sviðum í starfsemi bandalagsins og aðildarfélaganna bæði vegna aðhalds og til að fyrir hendi séu haldbærar upplýsingar til stuðnings stefnumótunar og ákvörðunartöku bandalagsins. Kynjabókhald BSRB 2014 En hér fyrir neðan fara nokkrar lykiltölur um kynjaskiptingu innan BSRB.


Kynjabókhald BSRB er nú tekið saman í fimmta sinn. Þar er að finna 

...
Meira
Fyrri síđa
1
234567414243Nćsta síđa
Síđa 1 af 43
Vefumsjón