FOSVest FOSVest | föstudagurinn 19. júní 2015

Opnunartími skrifstofu í júlí

Opnunartími Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum í júlí verður sem hér segir.

Frá 1. júlí til 12. júlí verður skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00.

Frá 13. júlí til og með 31. júlí verður skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00. Lokað eftir hádegi. 

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 19. maí 2015

Ađalfundur

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 19. maí n.k. Kl. 18:00.

 

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Að fundi loknum verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi.

 

Hið árlega ferðaávísanalottó verður á sínum stað.

 

 

Kveðja Stjórnin.

FOSVest FOSVest | föstudagurinn 24. apríl 2015

1. maí hátíđarhöld

Tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.

Union members! Show solidarity and take part in the parade.

Wszyscy bierzemy udział w pochodzie zwiazków zawodowych.

 

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 11:00. Gengið verður að

Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. 

 

Dagskráin í Edinborg:

 

Ræðumaður dagsins:

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR

 

Lúðrasveit tónlistarskólans:

Stjórnandi Madis Maekalle.

 

Tónlistaratriði:

Sönghópur  LRÓ

 

Pistill dagsins:

Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt

 

Söngatriði:

Dagný Hermannsdóttir og Svanhildur Garðarsdóttir

 

Súpa í boði 1. maí nefndar

Í Edinborgarhúsinu að hátíðarhöldum loknum.

 

Kvikmyndasýningar fyrir börn

í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

 

Hátíðarhöld 1. maí á Suðureyri.

 

Kl.14:00 -  Kröfuganga frá Brekkukoti.

Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.

Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga.

Ræða dagsins  - Söngur og hljóðfæraleikur.

Allir velkomnir   -      1. maí nefndin.

FOSVest FOSVest | ţriđjudagurinn 21. apríl 2015

Orlofsuppbót 2015

Af gefnu tilefni vildi félagið vekja athygli á að þar sem kjarasamningar eru flestir lausir og ekki er búið að semja um orlofsuppbót þessa árs verður að miðað orlofsuppbót við síðastgildandi kjarasamning (eða vegna ársins 2014).

Ef það næst samkomulag um hækkun orlofsuppbótar fyrir þetta ár þá ber atvinnurekanda skylda til að leiðrétta greiðsluna þegar nýr kjarasamningur tekur gildi. 

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 13. apríl 2015

Orlofshús á Spáni

Að gefnu tilefni vill félagið benda á að orlofshúsið á Spáni er laust frá 1. til 14. júlí í sumar.  

Reglan gildir fyrstur kemur fyrstur fær.  

Ekki er hægt að bóka húsið á orlofsvefnum www.samflot.is heldur þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða á netfangið fosvest@fosvest.is

FOSVest FOSVest | miđvikudagurinn 1. apríl 2015

Tilkynning til félagsmanna vegna sameiginlega orlofspakkans

Ágætu félagsmenn,

Í fyrra gerðum við tilraun með að sameina orlofspakka fjögurra félaga til að auka fjölbreytni í orlofsmálum aðildarfélaga Samflots.
Við teljum að það hafi tekist það vel að við ætlum að endurtaka leikinn, því félagsmenn þessara félaga tóku þessu mjög vel og voru duglegir að nýta sér það sem í boði var.
Í ár erum við með það sama í boði nema bústaðinn á Ísafirði, hann reyndist of lítill fyrir okkur, en í staðinn bjóðum við upp á bústað í Flókalundi í Vatnsfirði.
Þá erum við í fyrsta sinn að bjóða upp á orlofshús á Torrevieja á Spáni.

 

Opnað verður fyrir orlofsvefinn þann 17. apríl fyrir umsóknir um orlofshús fyrir sumarið.  Úthlutað verður fyrir tímabilið 29. maí til 18. september þann 2. maí. 

Og við bjóðum að sjálfsögðu upp á úrval af hótelgistingu um allt land á góðu verði sem og margt annað.

Enn allar nánari upplýsingar má finna í orlofsbæklingi félaganna sem er að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum þessa dagana og hann er líka hér á síðunni sem og á heimasíðum félaganna.

Ef einhver sem sér þetta hefur ekki fengið blaðið en telur að hann/hún eigi rétt á því beðinn að hafa samband við umsjónarmann orlofsblaðsins í síma 899-6213

Gleðilega páska og vonandi eiga allir gott og ánægjulegt orlofssumar.

Orlofsnefnd Samflots.

FOSVest FOSVest | föstudagurinn 27. mars 2015

Lokađ vegna funda

Skrifstofa félagsins verður lokuð vegna funda þriðjudaginn 31. mars milli kl. 10:30 til 13:00. 

Beðist er velvirðingar á því. 

Ef erindið er brýnt er hægt að ná í Gabríelu í síma 847-3400 eða senda erindið á netfangið fosvest@fosvest.is

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 23. febrúar 2015

Páskar í orlofshúsum félagsins

Ágætu félagar.

 

Stjórn orlofssjóðs Samflots ákvað að vera ekki með sérstaka úthlutun fyrir páskavikuna í ár til prufu heldur opna bara fyrir apríl og láta regluna "fyrstur kemur fyrstur fær" gilda. Við gerum þetta núna vegna þess að flest félögin innan Samflots hafa ekki verið með sérstaka úthlutun fyrir páskavikuna.

 

Vonandi líkar félagsmönnum vel við þessa tilraun og verða duglegir við að sækja um orlofshús og íbúðir um páskana sem fyrr.

 

Opnað verður fyrir sumarorlofstímabilið um mánaðarmótin miðjan apríl en um miðjan mars fer orlofsblaðið í póst til félagsmanna þar sem allar upplýsingar um framboðið í orlofsmálum Samflostfélagana á sumri komanda koma fram.

 

Með bestu kveðjum

 

Orlofsnefnd Samflots

Fyrri síđa
1
234567434445Nćsta síđa
Síđa 1 af 45
Vefumsjón