FOSVest FOSVest | mišvikudagurinn 27. aprķl 2016

LOKAŠ VEGNA SUMARLEYFA

Skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa sem hér segir:

Frá og með 7. júlí til og með 29. júlí.  

Ef erindið er mjög brýnt er hægt að senda tölvupóst á netfangið fosvest@fosvest.is

FOSVest FOSVest | mišvikudagurinn 25. maķ 2016

Ašalfundur F.O.S.Vest

Aðalfundur F.O.S.Vest fyrir árið 2015 var haldinn á Hótel Ísafirði í gær.

Gylfi Guðmundsson var endurkjörinn formaður og Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson voru endurkjörin.

Stjórnin verður því óbreytt til næsta aðalfundar.

 

Formaður :        Gylfi Guðmundsson

Varaformaður:    Gunnfríður Magnúsdóttir

Ritari:               Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Gjaldkeri:          Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Meðstjórnandi:  Margrét Gunnarsdóttir

 

Varamenn:

Þórður Jóakim Skúlason

Jóhann Króknes Torfason

Kristín Guðrún Gunnarsdóttir

 

Skoðunarmenn reikninga:

Guðmunda Ólöf Högnadóttir

Hjörtur Arnar Sigurðsson

Til vara:

Randý Guðmundsdóttir

Hólmfríður Bóasdóttir

 

Félagið vill þakka þeim félagmönnum sem mættu á aðalfundinn, einnig vill félagið þakka öllum félagsmönnum sínum ánægjulegt og gott samstarf á liðnu starfsári.  

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 12. maķ 2016

Ašalfundur

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn  þriðjudaginn 24. maí 2016 kl. 18:00, á Hótel Ísafirði.

 

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Boðið verður upp á léttan málsverð að lokinni hefðbundinni dagskrá. 

Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða á netfangið fosvest@fosvest.is í síðasta lagi mánudaginn 23. maí 2016.

 

Hið árlega ferðaávísanalottó verður á sínum stað.

 

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 28. aprķl 2016

Mįlžing BSRB og ASĶ

Frétt tekin af heimasíðu BSRB

 

Mikill meirihluti landsmanna, rúm 80%, vill að heilbrigðiskerfið sé rekið að miklu eða mestu leyti á samfélagslegum grunni, af stofnunum sem eru í eigu almennings. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu við einkarekstur sem kannanir sýna áforma stjórnvöld nú að opna þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Lítil umræða hefur átt sér stað um þessa ákvörðun, sem var tekin af heilbrigðisráðherra án þess að Alþingi fengi að koma að málinu, eða fjalla um málið.

Með því að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu er verið að breyta kerfinu, mögulega til framtíðar, án þess að almenningur fái að hafa sitt að segja, fjalla um þá kosti og galla sem eru á hverju rekstrarformi fyrir sig.

Til að auka á umræðuna ætla BSRB og ASÍ að standa sameiginlega að málþingi þriðjudaginn 3. maí. Yfirskrift málþingsins verður: Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?

Sérfræðingarnir svara
Til að svara þessari spurningu höfum við fengið Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, og Þórarinn Ingólfsson, formann Félags íslenskra heimilislækna.

Að framsögum loknum munu frummælendur skipa pallborð ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmanni og formanni Velferðarnefndar Alþingis, og Ragnheiði Ríkarðsdóttur, þingmanni sem á sæti í Velferðarnefnd Alþingis.

Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá málþingsins 3. maí. Þá hefur verið stofnaður viðburður á Facebook þar sem hægt er að fá upplýsingar, koma spurningum á framfæri. Þeir sem vilja geta skráð sig til þátttöku á Facebook, en það er ekki nauðsynlegt. 

Við hverjum fólk til að fjölmenna!

FOSVest FOSVest | žrišjudagurinn 12. aprķl 2016

"Fyrstur kemur, fyrstur fęr"

Nú er lokið við úthlutun á umsóknum um sumarorlofstímabilið. Alls sóttu 77 félagar um og 56 var úthlutað. Búið er að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" og geta því félagsmenn sótt um það sem út af stendur. Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að skoða það sem í boði er og sérstaklega er bent á að enn eru laus tímabil í orlofshúsi á Spáni. Nánar um lausar vikur á orlofsvefnum. f.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots Guðbjörn

FOSVest FOSVest | mįnudagurinn 21. mars 2016

Endurbętur į orlofshśsi félagsins ķ Munašarnesi

Ágætu félagsmenn. 

Endurbætur hafa staðið yfir á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi Vörðuás 20.  Bústaðurinn var orðinn ansi gamall og þreyttur og þarfnaðist viðhalds.  

Endurbæturnar fólust í að skipta um lagnir og rafmagn.  

Skipt var um klæðningu og settur nýr hvíttaður panill á veggi. Nýtt parket, innihurðir og ný eldhúsinnrétting ásamt húsbúnaði.  

Vonar stjórn félagsins ásamt stjórn orlofssjóðs að endurbætur á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi verði félagsmönnum F.O.S.Vest til heilla og ánægju.  

Myndir frá bústaðnum má einnig skoða inná heimasíðu www.samflots.is undir orlofshús. 

FOSVest FOSVest | mįnudagurinn 21. mars 2016

Orlofsblaš 2016

Orlofsblaðið 2016  sjá hér.   

Nú ætti orlofsblað Samflots fyrir árið 2016 að vera að detta inn hjá félagsmönnum. Þar er að finna allt það sem í boði er fyrir komandi ár í orlofsmálum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér það vel og vera duglegir að nýta þessa möguleika.

Alveg sérstaklega viljum við benda fólki á að enn eru laus tímabili í orlofshúsinu á Spáni í júní og júlí. Ef einhver hefur áhuga á að fara ódýrt til Spánar þá er þetta upplagt tækifæri. Bara fara inn á orlofsvefinn, (sjá hér til hægri á síðunni) og skoða hvaða tímabil eru í boði.

Ef einhverjir sjá þetta en hafa ekki fengið orlofsblaðið og telja sig eiga rétt á því eru vinsamlega beðnir að hafa samband við formann orlofsmála í síma 899-6213

FOSVest FOSVest | mišvikudagurinn 9. mars 2016

Opnun į sumarorlofstķmabili 2016

Įgętu félagsmenn. Viš minnum į aš opnaš veršur fyrir umsóknir į orlofsvef Samflots žann 10. mars žar sem opnaš veršur fyrir tķmabiliš 20. maķ til 16. sept. Umsóknarfrestur er til 1. aprķl. Śthlutun fer sķšan fram žann 2. aprķl og póstur fer til umsękjanda žann dag og 3. aprķl. Ašeins veršur hęgt aš sękja um vikuleigu ķ sumarhśsum og ķbśšum į žessu tķmabili en žegar śthlutun hefur fariš fram og opnaš hefur veriš fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fęr" žį geta félagsmenn sótt um helgar- og dagsleigu ķ ķbśšum į vegum Samflots. Orlofsblaš Samflots er į leišinni ķ póst og ętti aš berast félagmönnum strax ķ nęstu viku. Viš hvetjum félaga til aš vera duglega aš nżta sér žaš sem ķ boši er. Orlofsnefnd Samflots.
Fyrri sķša
1
234567474849Nęsta sķša
Sķša 1 af 49
Vefumsjón